Háskóli Íslands

Vinnustofa um sykursýki af tegund 2

Drög að fræðilegum bakgrunni leiðbeininga um næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 til umsagnar.

Rannsóknarstofa í næringarfræði, Háskóli Íslands, Landspítali og Embætti landlæknis birta hér drög að fræðilegum bakgrunni leiðbeininga um næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2. Ráðleggingarnar eru ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki sem sinna einstaklingum með sykursýki af tegund 2 og öðrum sem veita leiðbeiningar um næringu þessa hóps. Í framhaldi verður unnið að fræðslu og endurskoðun ráðlegginga og fræðsluefnis til heilbrigðisstarfsmanna og til skjólstæðinga. 
 
Drögin eru unnin af vinnuhópi á vegum Háskóla Íslands og Landspítala. Í hópnum voru:
Bertha María Ársælsdóttir, næringarfræðingur á Landspítala
Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands
Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur á Landspítala
 
Þverfaglegan faghóp skipuðu:
Hörður Björnsson, heimilislæknir á Heilsugæslunni Hvammi
Rafn Benediktsson, yfirlæknir á Landspítala
Rut Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Tómas Þór Ágústsson, innkirtlalæknir á Landspítala
 
Fjöldi annarra hafa komið að leiðbeiningunum og m.a. var unnið eftir athugasemdum frá Vinnustofu á Háskólatorgi 7. apríl síðastliðinn.
 
Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvort auka megi meðferðarheldni og hvort heilsufarslegur ávinningur væri af því að bjóða upp á fjölbreyttari tegundir mataræðis og minnka kolvetnismagn í  næringarmeðferð við sykursýki af tegund 2. Ráðleggingarnar eru í samræmi við norrænar, evrópskar og amerískar ráðleggingar. 
 
 

Hvernig næringarmeðferð eigum við að nota?

Undanfarin misseri hefur faghópur innan Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, í samstarfi við Næringarstofu Landspítala og Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala unnið að endurskoðun ráðlegginga um fæðuval og næringu einstaklinga með sykursýki að gerð 2.
Þann 7.apríl n.k. er Alþjóðaheilbrigðismáladagurinn sem að þessu sinni er tileinkaður sykursýki. Af því tilefni langar okkur að kalla saman hjúkrunarfræðinga, lækna, næringarfræðinga og annað fagfólk sem sinnir meðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2. Tilgangur vinnustofunnar er að ræða og ná samstöðu um hvernig næringarmeðferð við viljum veita þessum hópi á Íslandi. Mikilvægt er að allir einstaklingar með sykursýki fái sömu upplýsingar um næringu frá öllum heilbrigðisstarfsmönnum og njóti sambærilegrar meðferðar óháð því hvar þeir eru í eftirliti.
Vinnustofan hefst á stuttum erindum og síðan taka við umræður í minni hópum.
Enginn aðgangseyrir er á vinnustofuna. 
 
Hvar?
Háskólatorgi (litla torgi), Háskóla Íslands.
 
Hvenær?
Fimmtudaginn 7. apríl 2016 frá kl. 12:30 - 16:00.
 
Fyrir hverja?
Lækna, hjúkrunarfræðinga og næringarfræðinga sem sinna meðferð einstaklinga með sykursýki 2.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is