Háskóli Íslands

Hlutverk og starfsemi

Nemendur á RÍN,2008RÍN vinnur á breiðu sviði rannsókna sem miða að því að auka þekkingu á sambandi matar og heilsu. Unnið er að rannsóknum á næringarástandi og klínískum næringarvandamálum, forvörnum og lýðheilsu. Íhlutandi rannsóknir stofunnar hafa verið fyrirferðamiklar undanfarin ár þar sem prófaðir hafa verið næringarfræðilegir þættir og úrræði til að breyta næringu. RÍN gerir margs konar næringarfræðilegar mælingar í samstarfi við aðila innan og utan Landspítala.
Unnið hefur verið að mati á næringarástandi ýmissa sjúklingahópa. Næringarfræðingar stjórna og framkvæma rannsóknir og veita leiðbeiningar um mataræði. Rannsóknastofan ber ábyrgð á aðferðum sem notaðar eru við mat á næringarástandi og metur gildi aðferða til að rannsaka næringarástand og inntöku matar og næringarefna.
Rannsóknir RÍN á næringu og heilsu fólks á mismunandi aldri. Unnið er að leiðbeiningum og stefnu um næringu þungaðra kvenna, næringu barna og foreldra og næringu aldraðra. Unnið er að norrænum ráðleggingum um næringarefni, auk þess sem ráðgjöf er veitt til alþjóðastofnana um mat og næringu.
Fé til rannsókna sækir RÍN til erlendra og íslenskra rannsóknasjóða. Samstarf RÍN er víðtækt við innlenda og erlenda aðila.

Stefnukort RÍN

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is