Háskóli Íslands

Rannsókn á líffræði kvenna – CYCLES á Íslandi Háskóli Íslands

Leitað er eftir konum á aldrinum 18- 40 ára til að taka þátt í ofangreindri rannsókn.

Rannsóknin beinist misháum styrk hormóna og hvernig hann tengist aukinni áhættu á ákveðnum sjúkdómum (svo sem brjóstakrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum) og gæti haft áhrif á virkni ónæmiskerfisins og aðra þætti í almennri vellíðan.

Þær sem geta boðið sig fram til þátttöku (fullorðnar konur eingöngu):

  • eru á aldrinum 18-40 ára.
  • eru af íslenskum eða evrópskum uppruna.
  • nota ekki núna (eða hafa notað undanfarna þrjá mánuði) hormónagetnaðarvarnir eða steralyf.
  • eru ekki núna (eða hafa verið undanfarna þrjá mánuði) ófrískar eða með barn á brjósti.
  • eru ekki núna á sérstöku mataræði með það fyrir augum að léttast eða þyngjast.
  • stunda ekki núna þjálfun sem atvinnufólk í íþróttum (reglubundin líkamsrækt er hið besta mál).

Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar eða áhuga á þátttöku í ofangreindri rannsókn geta fengið frekari upplýsingar hjá Guðrúnu Kr, verkefnastjóra RÍN (gks@hi.is, sími 5438410) eða prófessor Virginia Vitzthum (vitzthum@indiana.edu, sími 649-7336).
Allar fyrirspurnir eru bundnar þagnarskyldu

 

Grein um rannsókninga í Morgunblaðinu 09.06.2017

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is