Háskóli Íslands

Áróra Rós ungur vísindamaður á Landspítala

Áróra Rós Ingadóttir næringarfræðingur og doktorsnemi fékk styrk sem er veittur til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala og var afhentur úr vísindasjóði spítalans fimmtudaginn 15. desember 2016 í Hringsal, Landspítala.  
 
Rannsóknin fjallar um: Áhrif næringardrykkja í samanburði við orku- og próteinríkar millimátíðir á lífsgæði, líkamsþyngd og hreyfifærni hjá sjúklingum með langvinna lungnaþembu: slembidreifð íhlutunarrannsókn. 
 
Aðrir samstarfsmenn: Ingibjörg Gunnarsdóttir, PhD, deildarstjóri / prófessor, næringarstofa og rannsóknarstofa í næringarfræði við LSH og HÍ, Þórarinn Gíslason, PhD, yfirlæknir / prófessor, lungnadeild, LSH, Alfons Ramel, PhD, næringarfræðingur / vísindamaður, næringarstofa, skurðlækningasvið LSH og rannsóknarstofa í næringarfræði við LSH og HÍ, Ólöf Guðný Geirsdóttir, PhD næringarfræðingur / lektor, matvæla- og næringarfræðadeild, HÍ, Christine Baldwin, PhD, næringarfræðingur / vísindamaður, King's College, London, Bretland, Anne Marie Beck, PhD, næringarfræðingur / vísindamaður, Herlev University Hospital, Danmörk
 
 
Hér má sjá frétt af vef Landspítala þar sem nánar er fjallað um styrkveitinguna.
 
  
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is