Háskóli Íslands

Næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2

Fræðilegur bakgrunnur leiðbeininga fyrir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 er komin út. 
 
Samantektin byggir á erlendum leiðbeiningum frá Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum en tekið hefur verið tillit til íslenskra aðstæðna þar sem við á, sem og niðurstaðna vinnustofu sem haldin var á Háskólatorgi Háskóla Íslands 7. apríl 2016 og athugasemda sem bárust í kjölfarið. Þessari samantekt er ætlað að vera fræðilegt yfirlit og stuðningur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.
 
Vinnuhópinn sem vann að leiðbeiningunum skipa:
Bertha María Ársælsdóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir og Óla Kallý Magnúsdóttir.
Unnið var í samstarfi við Hörð Björnsson, Rafn Benediktsson, Rut Gunnarsdóttur og Tómas Þór Ágústsson.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is