Háskóli Íslands

Vel heppnað málþing um vannæringu aldraðra

Fimmtudaginn 6. október fór fram málstofa á Háskólatorgi Háskóla Íslands á vegum Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landsspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) og Rannsóknarstofu í næringarfræði undir yfirskriftinni: Næring - er það eitthvað sem skiptir aldraða máli?
 
Gott næringarástand er undirstaða heilbrigðis hjá öllum einstaklingum. Rannsóknir bæði hér á landi og erlendis, hafa ítrekað sýnt að aldraðir eru viðkvæmur hópur og vannæring aldraðra algeng. Hvað þarf að gera til að bæta næringarástand hjá öldruðum einstaklingum á Íslandi?
 
Hér má sjá samantekt eftir málþingið (pdf), (Ólöf Guðný Geirsdóttir)
Pistill í Fréttablaðinu.
Frétt á Stöð2
 
Fundarstjóri:
 Sigrún Barkardóttir, svæðisstjóri heimahjúkrunar í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ
 
 
 
 
Fyrirlesarar:
Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
 
 
 
 
 
Anne Marie Beck, dósent í næringafræði við Metropolitian University College og sérfræðingur á sviði næringar og öldrunar
 
 
Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent í næringarfræði við HÍ, verkefnastjóri við RHLÖ
 
 
 
 
 
Ragnheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri á bráðaöldrunarlækingadeild LSH
 
 
 
 
 
Fullt var á málþingið og mættu yfir 130 manns úr ýmsum fagstéttum sem og nemendur sem höfðu áhuga á þessu mjög svo brýna málefni. Hér má sjá nokkrar myndir af þátttakendum.
 
        
 
        
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is