Háskóli Íslands

Var haldinn 5. mars sl. 

Fulltrúar frá Matvæla- og næringarfræðideild HÍ voru að sjálfsögðu á staðnum 

Smelltu til að kynna þér starfsemina

Fjöldi þátttakenda frá mörgum heilbrigðisstéttum

Smelltu fyrir nánari upplýsingar

Hlutverk og starfsemi

Rannsóknastofa í næringarfræði er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur samstarf við háskóla, deildir spítalans og aðrar stofnanir um rannsóknir á sviði næringarfræði.

Forstöðumaður RÍN er Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor.

RÍN tekur einnig að sér þjónusturannsóknir og ýmis verkefni sem tengjast næringu og heilsu bæði fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila.

Stofnun

Rannsóknastofa í næringarfræði var stofnuð 1997 að tilstuðlan Ingu Þórsdóttur prófessors sem veitt hefur stofunni forstöðu frá upphafi þar til 1. júní 2013.  RÍN tilheyrir Háskóla Íslands og Landspítala. RÍN vinnur að rannsóknum á næringarástandi og klínískum næringarvandamálum og tekur þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með innlendum og erlendum aðilum, bæði háskólum, stofnunum og fyrirtækjum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is